Mönnum var heitt í hamsi þegar Argentína og Brasilía áttust við í undankeppni HM í nótt.
Leikmenn rifust inni á vellinum og beindist mikil orka að kantmanninum Raphinha sem er að eiga stórkostlegt tímabil með Barcelona. Raphinha var afar kokhraustur fyrir leik og sagðist, í opnu netspjalli við Romário, ætla að slátra heimsmeisturunum frá Argentínu.
25.03.2025 21:00
Raphinha: Ætlum að slátra Argentínu
Þessi ætlun Raphinha gekk ekki eftir þar sem Argentínumenn voru talsvert sterkari aðilinn og verðskulduðu 4-1 sigur gegn Brössum. Raphinha sá ekki til sólar og gerðu áhorfendur óspart grín að honum fyrir ummælin sín. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot þar sem stuðningsmenn Argentínu syngja um að þeir vilji láta skipta Raphinha inn af bekknum, þó að kantmaðurinn knái hafi verið í byrjunarliðinu og spilað allan leikinn.
Argentina fans chanting "Sub on Raphinha" vs Brazil (he played the entire game)
byu/L-Freeze insoccer
Miðjumaðurinn Leandro Paredes er mikið í því að espa andstæðinga sína upp á vellinum og var leikurinn í nótt engin undantekning. Hann átti meðal annars í orðaskaki við Rodrygo þar sem brasilíski sóknarmaðurinn kallaði Paredes lélegan fótboltamann. Paredes var fljótur að svara fyrir sig og benti kollega sínum á hversu marga landsliðstitla þeir væru búnir að hampa á ferlinum. Paredes með einn heimsmeistaratitil og tvo Copa América á bakinu en Rodrygo, og flestir liðsfélagar hans, ekki með neitt.
Rodrygo: "Você é muito ruim." Paredes: "Eu tenho 1 Copa do Mundo e 2 Copas América, você tem zero."
byu/luanzico infutebol
Enzo Fernández reifst líka við Léo Ortiz áður en Emiliano Martínez markvörður ákvað að leika sér að halda á lofti í eigin vítateig til að strá salti í sárin á Brössum.
Enzo to Ortiz
byu/MajesticAd5047 insoccer
Emiliano Martinez showing his juggling skills while Argentina leads 4-1
byu/MajesticAd5047 insoccer
Athugasemdir