Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 26. apríl 2021 17:39
Elvar Geir Magnússon
Ísbjörninn með yfirlýsingu
Mynd: Ísbjörninn
Ísbjörninn í 4. deildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Fótbolti.net í dag og fjallaði um að lögreglan hafi mætt á vettvang eftir bikarleik liðsins um helgina. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Lögreglan kölluð til eftir bikarleik í Safamýri

Yfirlýsing Ísbjarnarins

Í kjölfar einhliða fréttaflutnings fotbolta.net um þá atburðarrás sem átti að hafa átt sér stað eftir leik Úlfana og Ísbjarnarins í Mjólkurbikarnum. Þá vill Ísbjörninn koma eftirfarandi á framfæri:

Í útvarpsþættinum „Innkastið“ á vegum fótbolti.net er staðhæft að fjórir til fimm leikmenn Ísbjarnarins hafi beðið eftir leikmanni Úlfanna sem hafi svo fengið nokkur hnefahögg í kjölfarið. Framangreint er stórlega ýkt. Þessi frásögn er byggð á upplýsingum sem viðmælandi útvarpsþáttarins segist hafi fengið frá „sínum mönnum“ í Safamýrinni. Hér er um einhliða frásögn að ræða frá manni sem virðist tengjast leikmönnum Úlfanna vinaböndum. Það voru fleiri vitni að framangreindu, sem hafa gefið skýrslu til lögreglu, sem staðfesta aðra atburðarrás.

Málið er í rannsókn hjá lögreglu og verður ekki farið nánar út í atburðarrás hér.

Ísbjörninn

Innkastið x Ástríðan - Lögreglumál og Púskas verðlaunasjálfsmark
Athugasemdir
banner
banner
banner