Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 10:26
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Chelsea og Everton: Lavia kemur inn fyrir James - Moyes gerir tvær breytingar
Romeo Lavia byrjar hjá Chelsea
Romeo Lavia byrjar hjá Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea og Everton mætast í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge klukkan 11:30 í dag.

Chelsea-menn eru enn í baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu en sem stendur situr liðið í 6. sæti með 57 stig. Með sigri getur liðið komist upp í 4. sæti.

Everton er í 13. sæti með 38 stig og er í raun bara að berjast um stoltið en liðið er búið að bjarga sér frá falli og ekki í baráttu um Evrópusæti.

Enzo Maresca gerir aðeins eina breytingu á liði Chelsea. Romeo Lavia kemur inn fyrir fyrirliðann Reece James.

David Moyes gerir tvær breytingar á Everton-liðinu. James Tarkowski og Armando Broja detta út og inn koma Beto og Nathan Patterson.

Chelsea: Sanchez, Chalobah, Colwill, Cucurella, Caicedo, Enzo, Lavia, Neto, Madueke, Palmer, Jackson.

Everton: Pickford, Patterson, O'Brien, Branthwaite, Mykolenko, Gueye, Garner, Doucoure, Harrison, Ndiaye, Beto.
Athugasemdir
banner