Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Zidane og Ronaldo eru fyrirmyndir Mbappe
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, framherji Paris Saint-Germain, ræðir allt milli himins og jarðar í viðtali við Mirror í dag en hann segir að Zinedine Zidane og Cristiano Ronaldo séu helstu fyrirmyndirnar í fótboltanum.

Mbappe er 21 árs gamall og einn verðmætasti leikmaður heims. Allir stærstu miðlar heims hafa síðasta árið velt fyrir sér næsta skrefi leikmannsins en miðað við fyrirmyndirnar þá virðist Real Madrid næsti áfangastaður hans.

Hann lítur mikið upp til Zinedine Zidane og Cristiano Ronaldo. Hann horfði mikið á Zidane er hann var ungur að árum en Zidane lék fimm ár hjá Real Madrid og er þjálfari liðsins í dag á meðan Ronaldo spilaði hjá Madrídingum í níu ár.

„Zidane er ein helsta fyrirmynd mín út af öllu sem hann afrekaði með franska landsliðinu og svo er það Ronaldo. Hann hefur unnuð svo mikið og heldur áfram að vera sigurvegari þrátt fyrir að hafa náð svona ótrúlegum árangri," sagði Mbappe.

„Þeir hafa báðir skrifað sig í sögubækurnar og ég vil gera slíkt hið sama," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner