Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 26. maí 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Gerist ekki auðveldara fyrir Víkinga
Þægilegt hjá Víkingum.
Þægilegt hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 0 - 7 Víkingur R.
0-1 Birnir Snær Ingason ('4 )
0-2 Helgi Guðjónsson ('11 )
0-3 Ari Sigurpálsson ('27 )
0-4 Birnir Snær Ingason ('57 )
0-5 Helgi Guðjónsson ('61 )
0-6 Kristall Máni Ingason ('67 )
0-7 Kristall Máni Ingason ('70 )
Lestu um leikinn

Víkingar áttu ekki í neinum vandræðum með Hauka í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Íslands- og bikarmeistararnir hófu titilvörn sína á Ásvöllum með vægast sagt sannfærandi sigri á Haukum, sem hafa farið vel af stað í 2. deild í sumar.

Það var snemma ljóst í hvaða stefndi í Hafnarfirði. Arnar Gunnlaugsson sýndi sínum gömlu félögum enga miskunn með liðsuppstillingu og byrjaði með sterkt lið inn á. Birnir Snær Ingason skoraði strax á fjórðu mínútu og Helgi Guðjónsson gerði annað mark Víkinga stuttu síðar.

Ari Sigurpálsson gerði svo þriðja markið fyrir leikhlé og var staðan 0-3 í hálfleik.

Víkingar héldu áfram að rúlla yfir Hauka í seinni hálfleik. Birnir Snær og Helgi skoruðu báðir aftur og svo var röðin komin að Kristali Mána Ingasyni. Hann gerði tvö mörk áður en flautað var af.

„Kristall Máni að hrella þreytta vörn Hauka. Fer auðveldlega framhjá tveimur varnarmönnum og stingur þá af áður en hann leggur boltann í netið framhjá Milos," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu er Kristall gerði sjöunda mark Víkinga.

Mjög auðvelt hjá Víkingum sem eru komnir í 16-liða úrslitin. Haukar geta einbeitt sér alfarið að því að ná góðum árangri í 2. deildinni..

Núna er í gangi stórleikur Breiðabliks og Vals. Hægt er að fylgjast með gangi mála þar með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner