Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 26. maí 2022 17:33
Baldvin Már Borgarsson
Nonni Sveins: Er Einherji ekki heitasta liðið í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þórir Sveinsson, eða Nonni Sveins eins og hann er iðulega kallaður var kampakátur með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-2 sigur gegn Leikni úr Breiðholti í Safamýrinni í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

„Svona heilt yfir nokkuð ánægður, duttum aðeins niður í smá værukærð 2-0 yfir og með öll tök á leiknum, eins og gerist stundum þegar maður setur menn inná sem við ætluðum að hvíla fyrir sunnudaginn að þá misstum við taktinn.''

„Fyrirfram hefði maður beðið um að vinna 5-0 og leikurinn búinn eftir 60 mínútur, það hefði verið frábært en maður fær ekki allt í þessu. Við sýndum virkilegan karakter og góða spilamennsku á löngum köflum í leiknum og við erum bara ánægðir með það og að vera í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.'' - Sagði Nonni aðspurður hvort hann væri svekktur með að hafa misst leikinn í 120 mínútur eftir að hafa verið 2-0 yfir og með góð tök á honum.

En að máli málanna - hvaða lið vill Nonni fá í 16-liða úrslitunum?

„Er ekki Einherji heitasta liðið í dag? Ég held það, ef að Óli (þjálfari FH) fær þá ekki að við fáum Einherja.'' - Sagði Nonni hlægjandi en Einherjamenn komust ekki svona langt í bikarnum þetta árið.

Nonni hélt þá áfram - „Ég veit ekki einu sinni hverjir eru komnir áfram, það skiptir engu máli. Vonandi bara að fá leik upp í Úlfarsárdal, það væri frábært.''

Sjá einnig:
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Athugasemdir
banner
banner