Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Þurfum að negla þennan glugga
Mynd: Getty Images
„Allt sem við gerum í glugganum þarf að vera negla. Þurfum að leitast eftir snilld í öllu sem við snertum og tökum þátt í. Við erum að leita að mönnum sem geta haft mikil áhrif hjá félaginu," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag.

„Til að geta gert það þá ætlum við að horfa heildstætt á hlutina, taka skref til baka, vera alveg vissir um að það sem við ætlum að gera sé það rétta, og láta reyna á þetta aftur af meiri ákveðni og hungri."

„Samkeppnin verður meiri á næsta tímabili. Þetta var erfiðasta tímabilið á mínum 22 ára ferli,"
sagði Arteta í dag.

Arsenal endar í 2. sæti í úrvalsdeildinni eftir að hafa lengst af í vetur vermt toppsætið. Á endasprettinum sýndi Manchester City klærnar og hætti að tapa stigum á meðan Arsenal byrjaði að misstíga sig.

Arsenal hefur verið orðað við marga leikmenn að undanförnu; Declan Rice, Ilkay Gundogan og Mason Mount svo einhverjir séu nefndir og á síðustu dögum hafa þeir Granit Xhaka, Kieran Tierney og Thomas Partey verið orðaðir í burtu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner