Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Tíu leikmenn KÁ sigruðu gegn KFS
Mynd: Facebook-síða KÁ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KÁ 5 - 2 KFS
1-0 Ágúst Jens Birgisson ('22 )
2-0 Þórður Örn Jónsson ('31 )
3-0 Bjarki Sigurjónsson ('43 )
3-1 Heiðmar Þór Magnússon ('50 )
3-2 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('56 )
4-2 Bjarki Sigurjónsson ('89 )
5-2 Viktor Smári Elmarsson ('91 )
Rautt spjald: Isaac Owusu Afriyie, KÁ ('33)

KÁ tók á móti KFS í eina leik dagsins í 4. deild karla. Liðin áttust við á Ásvöllum og komust Hafnfirðingar í tveggja marka forystu áður en þeir misstu leikmann af velli með rautt spjald.

Ágúst Jens Birgisson og Þórður Örn Jónsson skoruðu mörkin áður en Isaac Owusu Afriyie var rekinn útaf, en það kom ekki að sök.

Bjarki Sigurjónsson bætti þriðja markinu við fyrir leikhlé og leiddu tíu Hafnfirðingar því 3-0 eftir fyrri hálfleik.

Gestirnir úr Vestmannaeyjum svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks og úr varð hörku spennandi seinni hálfleikur, þar sem staðan var 3-2.

Það var undir lok leiksins sem KFS tók að sækja meira í leit að jöfnunarmarki en þá létu heimamenn til sín taka og gerðu út um viðureignina. Bjarki skoraði sitt annað mark til að innsigla frábæran 5-2 sigur leikmanni færri.

KÁ er með sex stig eftir fjórar umferðir en KFS situr eftir án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner