Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Martínez er einn besti miðvörður heims
Lisandro Martinez hér hægra megin við Bruno Fernandes fagnar titlinum í gær
Lisandro Martinez hér hægra megin við Bruno Fernandes fagnar titlinum í gær
Mynd: EPA

Pep Guardiola stjóri Manchester City hrósaði Lisandro Martínez miðverði Manchester United í hástert eftir sigur United gegn City í úrslitum bikarsins í gær.

Martínez hefur verið mikið fjarverandi en fékk verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í gær og hefur augljóslega verið sárt saknað.


„Marti
Ínez er einn af fimm bestu miðvörðum heims. Hann gerði gæfumuninn í þessum leik með þessum sendingum í gegnum vörnina okkar,"
sagði Guardiola.

Martínez gekk til liðs við United frá Ajax sumarið 2022. Hann lék aðeins ellefu leiki í deildinni á þessari leiktíð vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner