Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og ef Andy Cole væri að kalla eftir höfði Dwight Yorke
Hörður Magnússon.
Hörður Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yorke og Cole.
Yorke og Cole.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið mikill ólgusjór í kringum FH upp á síðkastið eftir erfiða byrjun á sumrinu.

Það er mikill hiti að skapast á bak við tjöldin þar sem Hörður Magnússon, fyrrum leikmaður liðsins, hefur blandað sér í umræðuna og skoraði hann á alla stjórn FH að segja af sér. Jón Erling, annar fyrrum leikmaður FH sem er hluti af stjórninni, svaraði Hödda og sagði orð hans fyrir neðan allar hellur.

Þessi umræða fór af stað eftir að Ólafur Jóhannesson var rekinn sem þjálfari FH. Svo virðist sem skortur sé á langtímaplani hjá FH, allavega hefur það litið þannig út síðastliðin ár.

Farið var yfir þetta í Innkastinu en talað var um að FH þyrfti að sætta sig við það að vera í fallbaráttu akkúrat núna.

„Höddi Magg var að kalla eftir hallarbyltingu hjá FH, alla út takk - alla á bak við tjöldin,” sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þetta eru rosalega stór orð því Höddi Magg er eins mikil goðsögn hjá FH og það gerist. Hann er einn besti striker sem við höfum séð í efstu deild, geggjaður leikmaður og mikill FH-ingur. Jón Erling Ragnarsson er fyrrum félagi hans í sóknarlínunni. Þetta er eins og ef Andy Cole væri að kalla eftir höfði Dwight Yorke,” sagði Tómas Þór Þórðarson.

„FH-ingar voru að vonast eftir því að núna myndi kvikna eitthvað líf eftir gott undirbúningstímabil, að þeir væru að taka þátt í toppbaráttunni og stemningunni. FH er sem stendur í fallbaráttu.”

FH er sem stendur í níunda sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í Innkastinu í spilaranum hérna fyrir neðan.

Sjá einnig:
Manchester United 'vibe' yfir FH
Innkastið - Ísak býr til mörk og Valur tengir saman sigra
Athugasemdir
banner
banner
banner