Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júní 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn möguleiki á því að Joao Felix fari annað
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: EPA
Joao Felix segir engar líkur á því að hann sé á förum frá Atletico Madrid í sumar þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Felix, sem er núna 22 ára, var keyptur til Atletico frá Benfica fyrir 126 milljónir evra. Hann var fjórði dýrasti leikmaður í heimi á þeim tíma.

Það er ekki hægt að segja að Felix hafi náð að standa undir þessum stóra verðmiða þar sem hann hefur skort stöðugleika. Hann virðist þá ekki henta sérlega vel inn í kerfi Diego Simeone sem gengur mikið út á hlaup og varnarleik.

Felix hefur verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni en hann segir engan möguleika á því að hann sé á förum í sumar.

„Það kemur ekki til greina,” sagði Felix við fréttamenn í Portúgal. Hann segist vita hvað hann er fær um að gera og er hann staðráðinn í að sanna sig hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner