Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 26. júní 2022 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Theodór Elmar: Við gerðum það sem þurfti til og það var nóg
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en allt kom fyrir ekki og voru það gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi svo liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Bara eiginlega 1-0 í bikar og áfram. Maður er nú ekkert hoppandi kátur með frammistöðuna en þeir eru bara á góðu rönni og við kannski búnir að vera ströggla og aðstæður erfiðar þannig það var bara mikilvægt að komast áfram og við gerðum það sem þurfti til og það var nóg." Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leik.

„Mér fannst þeir bara gera þetta vel það sem þeir lögðu upp með og settu okkur bara á köflum undir smá pressu en þó það hafi kannski ekki orðið neitt svakalega hættulegt þá var þetta bara mjög vel spilað að þeirra hálfu, lið í 2.deild og ná að standa þetta lengi í okkur það er bara vel af sér vikið."

Eftir tíðindarlítinn fyrri hálfleik hjá KR sendi Rúnar inn reynslu mikla menn í Kjartan Henry Finnbogasyni og Theodór Elmar Bjarnasyni svo það þótti ljóst að Rúnar var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik.
„Nei hann vildi held ég aðeins fríska uppá þetta. Það kannski vantaði aðeins svona herslumuninn í fyrri hálfleik og við reyndum bara að koma með okkar gæði inn í þetta og klára þetta og það hafðist sem betur fer."

Markaskorari KR þótti heldur umdeildur í þeim skilningi að hann hefði eflaust átt að vera búin að fá rautt spjald stuttu áður en Theodór Elmar gaf sitt álit á umdeildu broti.
„Ég sá þetta bara eins vel og dómarinn,  ég var eiginlega búin að horfa í burtu þegar atvikið átti sér stað en einhverjir vilja meina að þetta hafi verið rautt spjald en dómarinn dæmdi gult og það verður bara að standa."

Nánar er rætt við Theodór Elmar Bjarnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir