Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 26. júní 2022 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Theodór Elmar: Við gerðum það sem þurfti til og það var nóg
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en allt kom fyrir ekki og voru það gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi svo liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Bara eiginlega 1-0 í bikar og áfram. Maður er nú ekkert hoppandi kátur með frammistöðuna en þeir eru bara á góðu rönni og við kannski búnir að vera ströggla og aðstæður erfiðar þannig það var bara mikilvægt að komast áfram og við gerðum það sem þurfti til og það var nóg." Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leik.

„Mér fannst þeir bara gera þetta vel það sem þeir lögðu upp með og settu okkur bara á köflum undir smá pressu en þó það hafi kannski ekki orðið neitt svakalega hættulegt þá var þetta bara mjög vel spilað að þeirra hálfu, lið í 2.deild og ná að standa þetta lengi í okkur það er bara vel af sér vikið."

Eftir tíðindarlítinn fyrri hálfleik hjá KR sendi Rúnar inn reynslu mikla menn í Kjartan Henry Finnbogasyni og Theodór Elmar Bjarnasyni svo það þótti ljóst að Rúnar var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik.
„Nei hann vildi held ég aðeins fríska uppá þetta. Það kannski vantaði aðeins svona herslumuninn í fyrri hálfleik og við reyndum bara að koma með okkar gæði inn í þetta og klára þetta og það hafðist sem betur fer."

Markaskorari KR þótti heldur umdeildur í þeim skilningi að hann hefði eflaust átt að vera búin að fá rautt spjald stuttu áður en Theodór Elmar gaf sitt álit á umdeildu broti.
„Ég sá þetta bara eins vel og dómarinn,  ég var eiginlega búin að horfa í burtu þegar atvikið átti sér stað en einhverjir vilja meina að þetta hafi verið rautt spjald en dómarinn dæmdi gult og það verður bara að standa."

Nánar er rætt við Theodór Elmar Bjarnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner