Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 26. júní 2022 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Theodór Elmar: Við gerðum það sem þurfti til og það var nóg
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en allt kom fyrir ekki og voru það gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi svo liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Bara eiginlega 1-0 í bikar og áfram. Maður er nú ekkert hoppandi kátur með frammistöðuna en þeir eru bara á góðu rönni og við kannski búnir að vera ströggla og aðstæður erfiðar þannig það var bara mikilvægt að komast áfram og við gerðum það sem þurfti til og það var nóg." Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leik.

„Mér fannst þeir bara gera þetta vel það sem þeir lögðu upp með og settu okkur bara á köflum undir smá pressu en þó það hafi kannski ekki orðið neitt svakalega hættulegt þá var þetta bara mjög vel spilað að þeirra hálfu, lið í 2.deild og ná að standa þetta lengi í okkur það er bara vel af sér vikið."

Eftir tíðindarlítinn fyrri hálfleik hjá KR sendi Rúnar inn reynslu mikla menn í Kjartan Henry Finnbogasyni og Theodór Elmar Bjarnasyni svo það þótti ljóst að Rúnar var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik.
„Nei hann vildi held ég aðeins fríska uppá þetta. Það kannski vantaði aðeins svona herslumuninn í fyrri hálfleik og við reyndum bara að koma með okkar gæði inn í þetta og klára þetta og það hafðist sem betur fer."

Markaskorari KR þótti heldur umdeildur í þeim skilningi að hann hefði eflaust átt að vera búin að fá rautt spjald stuttu áður en Theodór Elmar gaf sitt álit á umdeildu broti.
„Ég sá þetta bara eins vel og dómarinn,  ég var eiginlega búin að horfa í burtu þegar atvikið átti sér stað en einhverjir vilja meina að þetta hafi verið rautt spjald en dómarinn dæmdi gult og það verður bara að standa."

Nánar er rætt við Theodór Elmar Bjarnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner