Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 26. júní 2022 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Theodór Elmar: Við gerðum það sem þurfti til og það var nóg
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en allt kom fyrir ekki og voru það gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi svo liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Bara eiginlega 1-0 í bikar og áfram. Maður er nú ekkert hoppandi kátur með frammistöðuna en þeir eru bara á góðu rönni og við kannski búnir að vera ströggla og aðstæður erfiðar þannig það var bara mikilvægt að komast áfram og við gerðum það sem þurfti til og það var nóg." Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leik.

„Mér fannst þeir bara gera þetta vel það sem þeir lögðu upp með og settu okkur bara á köflum undir smá pressu en þó það hafi kannski ekki orðið neitt svakalega hættulegt þá var þetta bara mjög vel spilað að þeirra hálfu, lið í 2.deild og ná að standa þetta lengi í okkur það er bara vel af sér vikið."

Eftir tíðindarlítinn fyrri hálfleik hjá KR sendi Rúnar inn reynslu mikla menn í Kjartan Henry Finnbogasyni og Theodór Elmar Bjarnasyni svo það þótti ljóst að Rúnar var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik.
„Nei hann vildi held ég aðeins fríska uppá þetta. Það kannski vantaði aðeins svona herslumuninn í fyrri hálfleik og við reyndum bara að koma með okkar gæði inn í þetta og klára þetta og það hafðist sem betur fer."

Markaskorari KR þótti heldur umdeildur í þeim skilningi að hann hefði eflaust átt að vera búin að fá rautt spjald stuttu áður en Theodór Elmar gaf sitt álit á umdeildu broti.
„Ég sá þetta bara eins vel og dómarinn,  ég var eiginlega búin að horfa í burtu þegar atvikið átti sér stað en einhverjir vilja meina að þetta hafi verið rautt spjald en dómarinn dæmdi gult og það verður bara að standa."

Nánar er rætt við Theodór Elmar Bjarnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner