Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 26. júní 2022 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Theodór Elmar: Við gerðum það sem þurfti til og það var nóg
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en allt kom fyrir ekki og voru það gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi svo liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Bara eiginlega 1-0 í bikar og áfram. Maður er nú ekkert hoppandi kátur með frammistöðuna en þeir eru bara á góðu rönni og við kannski búnir að vera ströggla og aðstæður erfiðar þannig það var bara mikilvægt að komast áfram og við gerðum það sem þurfti til og það var nóg." Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leik.

„Mér fannst þeir bara gera þetta vel það sem þeir lögðu upp með og settu okkur bara á köflum undir smá pressu en þó það hafi kannski ekki orðið neitt svakalega hættulegt þá var þetta bara mjög vel spilað að þeirra hálfu, lið í 2.deild og ná að standa þetta lengi í okkur það er bara vel af sér vikið."

Eftir tíðindarlítinn fyrri hálfleik hjá KR sendi Rúnar inn reynslu mikla menn í Kjartan Henry Finnbogasyni og Theodór Elmar Bjarnasyni svo það þótti ljóst að Rúnar var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleik.
„Nei hann vildi held ég aðeins fríska uppá þetta. Það kannski vantaði aðeins svona herslumuninn í fyrri hálfleik og við reyndum bara að koma með okkar gæði inn í þetta og klára þetta og það hafðist sem betur fer."

Markaskorari KR þótti heldur umdeildur í þeim skilningi að hann hefði eflaust átt að vera búin að fá rautt spjald stuttu áður en Theodór Elmar gaf sitt álit á umdeildu broti.
„Ég sá þetta bara eins vel og dómarinn,  ég var eiginlega búin að horfa í burtu þegar atvikið átti sér stað en einhverjir vilja meina að þetta hafi verið rautt spjald en dómarinn dæmdi gult og það verður bara að standa."

Nánar er rætt við Theodór Elmar Bjarnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner