
FH tóku á móti Þrótti R. á Kaplakrikavelli í kvöld þegar 10.umferð Bestu deildar kvenna lauk göngu sinni í kvöld.
FH hafði fyrir leikinn í kvöld unnið fjóra sigra í röð og voru staðráðin í að bæta þeim fimmta við en urðu þó að sætta sig við stigið í baráttu leik.
Lestu um leikinn: FH 0 - 0 Þróttur R.
„Drullusvekktur að taka ekki þrjú stig." Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld gegn Þrótti.
„Við vorum ekki að spila þennan leik til þess að ná í eitt stig heldur að taka þrjú stig og þannig var leikurinn settur upp og lagður upp og það var það sem leikmenn gáfu í leikinn."
„Við erum að spila á móti liði sem að sumir spáðu bara titlinum og mjög skipurlagt og flott lið og við vissum það alveg. Við höfuð háð margar rimmur við Þróttarana og maður vissi svo sem alveg hvað maður var að fara út í í þessum leik, það var bara svona mikill baráttu leikur og leikmenn FH liðins þurftu bara að vera klárar í það til þess að fá eitthvað út úr þessu og við þjálfararnir erum mjög ánægðir hvernig stelpurnar komu inn í leikinn og spiluðu hann og mjög svekkjandi að stigin skulu ekki öll vera okkar."
Nánar er rætt við Guðna Eiríksson þjálfara FH í spilaranum hérna fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |