
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir átti góðan leik þegar Víkingur R. sigraði Hauka 2-0 á heimavelli í kvöld.
„Mjög sátt með liðið og hvernig við spiluðum, geggjuð barátta og geggjaður sigur á heimavelli," sagði Unnbjörg.
„Mjög sátt með liðið og hvernig við spiluðum, geggjuð barátta og geggjaður sigur á heimavelli," sagði Unnbjörg.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 Haukar
„Mér fannst við nýta færin okkar vel og bara spilið gekk bara mjög vel. Við vorum yfirvegaðar og komum grimmar í leikinn bara."
Með sigrinum fer Víkingur upp fyrir Hauka í 4. sæti deildarinnar.
„Mjög sáttar að komast aftur upp í 4. sætið. Hefðum mátt fá aðeins fleiri stig út úr seinustu leikjum hjá okkur, en bara sáttar með þar sem við erum núna," sagði Unnbjörg.
Athugasemdir