Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. júlí 2022 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Halldór Páll fer í KFS - Jón Kristinn verður Guðjóni Orra til halds og trausts (Staðfest)
Halldór Páll mun spila með KFS restina af tímabilinu
Halldór Páll mun spila með KFS restina af tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamaðurinn Halldór Páll Geirsson hefur fengið félagaskipti frá ÍBV í KFS og mun því spila með liðinu í 3. deildinni seinni hluta tímabilsins en hann hefur barist við Guðjón Orra Sigurjónsson um markvarðarstöðuna í sumar.

Halldór Páll hafði verið aðalmarkvörður Eyjamanna síðustu fjögur tímabil áður en Guðjón Orri kom aftur til félagsins eftir að hafa spilað með KR og Stjörnunni síðustu ár.

Hann kom í desember og börðust þeir tveir um markvarðarstöðuna í vetur.

Halldór Páll var aðalmarkvörður Eyjamann þegar Besta deildin fór af stað en missti sæti sitt til Guðjóns í lok maí.

Guðjón hefur verið markvörður ÍBV síðan og er nú alveg ljóst að hann verður markvörður númer eitt það sem eftir er af þessu tímabili þar sem Halldór Páll er farinn til KFS í 3. deildinni.

Í staðinn kemur Jón Kristinn Elíasson til ÍBV og verður hann Guðjóni til halds og traust út þetta tímabil.

Jón Kristinn er uppalinn Eyjamaður og á fjóra deildarleiki að baki fyrir ÍBV. Hann lék tvo leiki árið 2020 og svo tvo til viðbótar ári síðar.

Hann hefur spilað 11 leiki fyrir KFS í 3. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner