Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2022 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar ósáttur við umræðuna: Menn þurfa að tala með einhverju öðru en 'BÍP'
Rúnar Kristins
Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur í baráttunni í gær
Sigurður Bjartur í baráttunni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer
Aron Kristófer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fór um víðan völl í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Val í gær. Í vetur og vor fékk Rúnar nokkra leikmenn inn í hópinn sinn og hefur verið gagnrýndur fyrir að þeir séu fæstir úr efstu hillu, séu ekki á því getustigi að vera leikmenn sem KR eigi að leita til.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Fyrst og fremst er ég ofboðslega ánægður með framlag leikmanna, vinnuna sem þeir lögðu á sig, hlaupin og baráttuna. Við erum að spila við frábært Valslið, þeir eru með 22 manna hóp af hörkugóðum leikmönnum. Við erum með svipað stóran hóp af hörkugóðum leikmönnum líka nema það eru bara svo margir meiddir og ég þarf að gera breytingar strax í hálfleik. Grétar fær höfuðhögg og svo er Kennie búinn í lærinu í byrjun seinni hálfleiks."

„Fyrir er ég með leikmenn, sem myndu sleppa í flest öll önnur lið í Bestu deildinni, uppi í stúku meidda. Stefán Árni er frábær í að passa boltann fyrir okkur, við höfum saknað hans. Finnur Tómas í vörnininni og Kristján Flóki er ekki ennþá byrjaður að spila á þessu ári. Við erum laskaðir og höfum verið það í allt sumar en engu að síður erum við ekki sáttir þar sem þau stig sem við erum búnir að fá eru alltof fá, spilamennskan ekki nægilega góð en það geta verið einhverjar útskýringar á því - sem ég var kannski að nefna hér. Ég gleymi Kristni Jónssyni sem er fastamaður í vörninni,"
sagði Rúnar.

„Á móti kemur þá er Aron Kristófer að fá miklu fleiri mínútur en hann kannski átti von á þegar hann kom hingað. Sigurður Hallur er að spila fullt af mínútum og skoraði frábært mark í dag. Það er fyndið að hlusta á umræðuna þegar það er talað um hvaða leikmenn við erum að kaupa þegar hann setur mark hérna á móti Val með glæsilegum skalla og er ógnandi allan leikinn. Hólmar og Hedlund, sem eru tveir af sterkustu varnarmönnum deildarinnar, áttu í mesta basli með hann."

„Ég ætla ekki að fara gagnrýna alltof mikið, menn vita ekki alltaf hvað þeir eru að tala um þegar þeir eru að tala um léleg kaup og annað slíkt. Ég er ánægður með þessa stráka. Pontus, Svíinn okkar, kom hér til að vera til halds og trausts okkar hafsentum, hann er búinn að spila miklu meira en við áttum von á og hvað þá hann."

„Þetta er frábært fyrir okkur og eykur breiddina í hópnum, vonandi nýtist það okkur seinna á tímabilinu og vonandi á næsta ári."


Er Rúnar ósáttur við umræðuna um marga af þeim leikmönnum sem KR hefur fengið að undanförnu?

„Það má alveg tala um hlutina en menn verða að bera virðingu fyrir fólki og ekki hægt að vera dæma menn. Ég hef verið dæmdur fyrir að tala Alex Frey í KR, ég var dæmdur fyrir það að taka Arnþór Inga í KR. Þetta eru leikmenn sem voru í liði ársins á fyrsta árinu sínu í KR og Íslandsmeistarar með miklum mun. Menn þurfa að tala með einhverju öðru en 'BÍP' og gefa þessum drengjum séns."

„Þetta eru bara fótboltamenn og þeir þurfa tíma, sína sénsa. Í sumar höfum við þurft að nota marga af þessum strákum sem við kannski ætluðum að gefa meiri tíma. En þeir þurfa að spila alla leiki út af fyrrgreindum ástæðum,"
sagði Rúnar.
Rúnar Kristins: Mun aldrei labba í burtu án þess að vera rekinn
Athugasemdir
banner
banner