Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júlí 2022 11:31
Elvar Geir Magnússon
Theodór Elmar skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR
Theodór Elmar fagnar marki sínu.
Theodór Elmar fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason kom KR yfir gegn Val í viðureign liðanna í Bestu deildinni í gær, þetta var fyrsta mark þessa uppalda leikmanns KR fyrir félagið í alvöru keppnisleik.

„Boltinn berst út fyrir teiginn eftir misheppnaða tilraun frá Ágústi og Theódór Elmar lætur vaða og smellir honum í fyrsta í vinstra markhornið. Mjög gott skot og Frederik á ekki möguleika í markinu," skrifaði Sæbjörn Steinke um markið sem kom á 3. mínútu.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Theodór Elmar braust inn í aðallið KR 2004 og lék þá tíu leiki í gömlu góðu Landsbankadeildinni áður en hann hélt til Celtic. Hann hefur svo verið erlendis í atvinnumennsku síðan hann kom heim á síðasta ári.

Hann lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni í fyrra án þess að skora en nú er fyrsta markið loksins komið, það er hægt að sjá hérna.

Theodór Elmar skoraði reyndar eitt mark í 3-0 sigri gegn Kórdrengjum í Lengjubikarnum í vetur en hér er miðað við mörk á Íslandsmóti eða í Mjólkurbikarnum.
Theódór Elmar: Tvö töpuð stig
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner