Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
Nota peninginn sem fæst fyrir Isak til að kaupa Sesko
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að slóvenski framherjinn Benjamin Sesko sé meðal allra efstu manna á óskalista Newcastle United ef Alexander Isak verður seldur í sumar.

Isak er eftirsóttur af stærstu liðum enska boltans og hefur einna helst verið orðaður við Liverpool, Arsenal og Chelsea.

Talið er þó að Isak gæti kosið að skipta yfir til Sádi-Arabíu, þar sem hann fengi ofurlaun upp á 500 þúsund pund á viku - skattfrjálst.

Newcastle er talið vera reiðubúið til að selja þennan sænska framherja fyrir um 130 milljónir punda. Isak er 25 ára gamall og kom að 29 mörkum í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Ef hann verður seldur mun stór hluti af upphæðinni sem fæst fara í að kaupa Benjamin Sesko úr röðum RB Leipzig. Þýska félagið er talið vilja fá um 80 til 90 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sesko er 22 ára og kom að 27 mörkum í 45 leikjum með Leipzig á síðustu leiktíð. Hann vill vera áfram í Evrópu þrátt fyrir stór tilboð frá Sádi-Arabíu.

Newcastle hefur fylgst með Sesko undanfarið ár og reyndi Arsenal að kaupa leikmanninn fyrr í sumar.

Newcastle hefur ennþá áhuga á Yoane Wissa hjá Brentford.

   24.07.2025 11:46
Isak tjáir Newcastle að hann vilji fara

Athugasemdir
banner
banner