mán 26. ágúst 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt: Bjóst ekki við því að vera á bekknum
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt sat allan tímann á varamannabekknum þegar Juventus vann 1-0 útisigur á Parma í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Kollegi De Ligt, Giorgio Chiellini skoraði eina mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks.

De Ligt var keyptur fyrir um 70 milljónir punda frá Ajax í sumar. Hann er tvítugur, en hann var fyrirliði Ajax á síðasta tímabili.

„Auðvitað hefði ég viljað spila. Ég fékk engar vísbendingar um þetta á æfingum. Ég bjóst ekki við að vera á bekknum," sagði De Ligt við fjölmiðlamenn eftir leikinn í gær.

Hann sagðist virða ákvörðunina þar sem hann væri enn að aðlagast lífinu á Ítalíu og vegna þess að hann er að keppa við frábæra leikmenn um stöður.

Á laugardaginn byrjuðu Chiellini og Leonardo Bonucci í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner