Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 26. september 2023 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan Íslandsmeistari í 2. flokki - Fær sæti í Evrópukeppni unglingaliða
Fagnað í gær.
Fagnað í gær.
Mynd: Stjarnan
Veigar Páll.
Veigar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í 2. flokki með því að sigra HK/Ými, liðið sem er í 2. sæti A-deildar, í næst síðustu umferð 3. lotu.

Stjarnan er eftir 2-0 sigurinn með sjö stiga forskot og ekkert lið getur náð þeim.

Kjartan Már Kjartansson, sem spilað hefur með meistaraflokki í sumar, skoraði annað mark liðsins í gær. Hann er jafnmarkahæsti leikmaður lotu 3 með átta mörk. Dagur Orri Garðarsson skoraði fyrra makrið. Tveir leikmenn fæddir árið 2008 spiluðu með Stjörnunni. Það voru þeir Gunnar Orri Olsen og Tómas Óli Kristjánsson. Elsta árið í 2. flokki eru leikmenn fæddir árið 2004.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
Guðmundur Reynir Friðriksson, Gunnar Orri Olsen, Dagur Orri Garðarsson, Tómas Óli Kristjánsson, Allan Purisevic, Guðmundur Thor Ingason, Elvar Máni Guðmundsson, Jökull Sveinsson, Kjartan Már Kjartansson, Bjarki Hauksson, Sigurður Gunnar Jónsson (fyrirliði).

Þjálfarar liðsins eru Veigar Páll Gunnarsson, Andrés Már Logason og Þórir Karlsson.

Stjarnan tryggir sér með Íslandsmeistaratitlinum sæti í Evrópukeppni Unglingaliða á næsta ári. Liðið verður fyrsta liðið síðan 2020 til að taka þátt í keppninni en þá var ÍA fulltrúi Íslands. Íslenska deildin var það neðarlega á styrkleikalista lista UEFA síðustu ár að Íslandsmeistararnir í 2. flokki komust ekki í Evrópukeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner