Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 26. október 2024 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Stoltur af öllu sem ég hef gert á mínum ferli
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tímamót á ferli Theodórs Elmars Bjarnasonar í dag er hann lék sinn síðasta leik sem leikmaður á ferlinum þegar lið hans KR vann stórsigur á liði HK á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Theodór sem er uppalinn í KR lauk ferlinum með uppeldisfélaginu og tekur nú við nýrri stöðu þar sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara liðsins. Theodór var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Mér líður mjög vel og er stoltur af öllu því sem ég hef gert á mínum ferli. Mér finnst frábært að geta endað hann í mínum uppeldisklúbbi og að skilja við liðið í því standi sem það er núna er bara frábært og ég er að fara vinna áfram með þessum strákum.“
Sagði Theodór um endalok leikmanna ferils síns.

Theodór fékk væna kveðjugjöf frá liðsfélögum sínum í KR í dag en liðið vann þar stórsigur á HK líkt og fyrr segir 7-0. Varla hægt að gera betur en það?

„Sérstakt að vera að skora svona mikið í öðrum hverjum leik. Við erum búnir að leggja grunninn að þessu alveg frá því að Óskar tók við. Eftir það höfum við átt skilið að vinna nánast hvern einasta leik nema kannski leikinn gegn Víkingum þar sem við féllum undir okkar eigin viðmið.“

Nú þegar skórnir eru á leið upp í hillu og verkefni vetrarins önnur en sem leikmaður. Léttir að vera ekki að fara í undirbúningstímabil og þá vinnu sem fylgir?

„Það vóg þungt í þessari ákvörðun. Ef maður finnur ekki drifkraftinn í að mæta hundrað prósent á og þá sérstaklega á mínum aldri þegar maður þarf að hafa helmingi meira fyrir því en þessir ungu strákar til að vera á sama stað. Ég fann það ekki alveg í mér að ég væri til í einn vetur enn þannig.“

„Fótbolti snýst svo bara um tímasetningar og þetta starf og að vinna með Óskari sem bauðst þá gat ég ekki annað en tekið því. “

Sagði Theodór Elmar en allt viðtalið við hann má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner