Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 26. október 2024 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Stoltur af öllu sem ég hef gert á mínum ferli
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tímamót á ferli Theodórs Elmars Bjarnasonar í dag er hann lék sinn síðasta leik sem leikmaður á ferlinum þegar lið hans KR vann stórsigur á liði HK á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Theodór sem er uppalinn í KR lauk ferlinum með uppeldisfélaginu og tekur nú við nýrri stöðu þar sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara liðsins. Theodór var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Mér líður mjög vel og er stoltur af öllu því sem ég hef gert á mínum ferli. Mér finnst frábært að geta endað hann í mínum uppeldisklúbbi og að skilja við liðið í því standi sem það er núna er bara frábært og ég er að fara vinna áfram með þessum strákum.“
Sagði Theodór um endalok leikmanna ferils síns.

Theodór fékk væna kveðjugjöf frá liðsfélögum sínum í KR í dag en liðið vann þar stórsigur á HK líkt og fyrr segir 7-0. Varla hægt að gera betur en það?

„Sérstakt að vera að skora svona mikið í öðrum hverjum leik. Við erum búnir að leggja grunninn að þessu alveg frá því að Óskar tók við. Eftir það höfum við átt skilið að vinna nánast hvern einasta leik nema kannski leikinn gegn Víkingum þar sem við féllum undir okkar eigin viðmið.“

Nú þegar skórnir eru á leið upp í hillu og verkefni vetrarins önnur en sem leikmaður. Léttir að vera ekki að fara í undirbúningstímabil og þá vinnu sem fylgir?

„Það vóg þungt í þessari ákvörðun. Ef maður finnur ekki drifkraftinn í að mæta hundrað prósent á og þá sérstaklega á mínum aldri þegar maður þarf að hafa helmingi meira fyrir því en þessir ungu strákar til að vera á sama stað. Ég fann það ekki alveg í mér að ég væri til í einn vetur enn þannig.“

„Fótbolti snýst svo bara um tímasetningar og þetta starf og að vinna með Óskari sem bauðst þá gat ég ekki annað en tekið því. “

Sagði Theodór Elmar en allt viðtalið við hann má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner