Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola útilokar að Arteta fari fyrir lok tímabilsins
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er viss um að aðstoðarmaður sinn Mikel Arteta eigi eftir að taka sjálfur við liði í framtíðinni. Arteta hefur verið orðaður við stjórastöðurnar hjá Arsenal og Everton að undanförnu en hann spilaði með báðum liðum á sínum tíma.

„Unai Emery er stjóri Arsenal en auðvitað verður hann (Arteta) stjóri fyrr en síðar. Við klárum tímabilið en ég veit ekki hvað gerist síðan í framtíðinni," sagði Guardiola.

„Ég vil að hann verði áfram hjá okkur. Manchester City hefur mjög dýrmæta manneskju í honum. Menn hafa hins vegar síðan atvinnudrauma. Allir eru mjög ánægðir með hann hér."

„Hann var ótrúlegur leikmaður. Sitjandi miðjumaður hefur yfirsýn yfir það sem gerist á vellinum. Þegar þú ert framherji þá hugsar þú um mörk og markmenn hugsa um að verja."

„Ég tel að það að spila sem sitjandi miðjumaður sé ótrúleg kennsla fyrir þig sem fótboltamaður. Þú þarft ekki að fara í skóla."

„Þess fyrir utan er hann ótrúleg manneskja sem leggur mikið á sig. Ég sagði eftir nokkra mánuði saman að hann yrði stjóri. Hann er nú þegar stjóri, hann hegðar sér þannig."

Athugasemdir
banner
banner
banner