Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 26. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Karl og Davíð
Karl og Davíð
Mynd: Víkingur R.
„Það er mín skoðun að þetta eru tveir bestu hægri bakverðirnir í deildinni ásamt, ég get náttúrulega ekki skilið Birki [Má Sævarssyni] félaga min eftir, en þeir eru báðir á góðum aldri og Kalli er framtíðin. Davíð er með gríðarlega reynslu og frábær bakvörður," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, eftir að þeir Davíð Örn Atlason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Þeir geta báðir leyst aðrar stöður á vellinum. Kalli getur verið framar, báðir spilað sem hafsentar og vinstri bakverðir. Við erum að reyna styrkja liðið okkar heilt yfir."

Bæði Davíð og Kalli koma frá Breiðabliki. Var þægilegt að eiga í viðskiptum við Blika?

„Þetta tók svolítinn tíma en hafðist allt á endanum. Það voru mjög góð samskipti á milli okkar og Breiðabliks."

„Ég er núna til að byrja með aðeins á hliðarlínunni, læri af Heimi [Gunnlaugssyni], sé hvernig hann vinnur hlutina og að komast í samskipti við þá sem hann á í samskiptum við. Þetta er mjög skemmtilegt starf og ég hlakka til að vera meira inn í þessum málum."

Kári segir ekkert því til fyrirstöðu að þeir Davíð og Karl spili sitthvora stöðuna. „Við erum með fjóra bakverði núna en maður veit aldrei hvað gerist í leikmannamálum. Það er verið að sniffa í kringum okkar leikmenn, erlendis frá, og við verðum að reikna með því að leikmenn gætu farið. Þetta er 40 leikja tímabil, það má ekki gleyma því að það lengist töluvert. Við þurfum stóran hóp og því meiri gæði því betra."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Davíð bað um að fara: Heima er best
Athugasemdir
banner