Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 26. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Karl og Davíð
Karl og Davíð
Mynd: Víkingur R.
„Það er mín skoðun að þetta eru tveir bestu hægri bakverðirnir í deildinni ásamt, ég get náttúrulega ekki skilið Birki [Má Sævarssyni] félaga min eftir, en þeir eru báðir á góðum aldri og Kalli er framtíðin. Davíð er með gríðarlega reynslu og frábær bakvörður," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, eftir að þeir Davíð Örn Atlason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Þeir geta báðir leyst aðrar stöður á vellinum. Kalli getur verið framar, báðir spilað sem hafsentar og vinstri bakverðir. Við erum að reyna styrkja liðið okkar heilt yfir."

Bæði Davíð og Kalli koma frá Breiðabliki. Var þægilegt að eiga í viðskiptum við Blika?

„Þetta tók svolítinn tíma en hafðist allt á endanum. Það voru mjög góð samskipti á milli okkar og Breiðabliks."

„Ég er núna til að byrja með aðeins á hliðarlínunni, læri af Heimi [Gunnlaugssyni], sé hvernig hann vinnur hlutina og að komast í samskipti við þá sem hann á í samskiptum við. Þetta er mjög skemmtilegt starf og ég hlakka til að vera meira inn í þessum málum."

Kári segir ekkert því til fyrirstöðu að þeir Davíð og Karl spili sitthvora stöðuna. „Við erum með fjóra bakverði núna en maður veit aldrei hvað gerist í leikmannamálum. Það er verið að sniffa í kringum okkar leikmenn, erlendis frá, og við verðum að reikna með því að leikmenn gætu farið. Þetta er 40 leikja tímabil, það má ekki gleyma því að það lengist töluvert. Við þurfum stóran hóp og því meiri gæði því betra."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Davíð bað um að fara: Heima er best
Athugasemdir
banner