Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 26. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Karl og Davíð
Karl og Davíð
Mynd: Víkingur R.
„Það er mín skoðun að þetta eru tveir bestu hægri bakverðirnir í deildinni ásamt, ég get náttúrulega ekki skilið Birki [Má Sævarssyni] félaga min eftir, en þeir eru báðir á góðum aldri og Kalli er framtíðin. Davíð er með gríðarlega reynslu og frábær bakvörður," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, eftir að þeir Davíð Örn Atlason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Þeir geta báðir leyst aðrar stöður á vellinum. Kalli getur verið framar, báðir spilað sem hafsentar og vinstri bakverðir. Við erum að reyna styrkja liðið okkar heilt yfir."

Bæði Davíð og Kalli koma frá Breiðabliki. Var þægilegt að eiga í viðskiptum við Blika?

„Þetta tók svolítinn tíma en hafðist allt á endanum. Það voru mjög góð samskipti á milli okkar og Breiðabliks."

„Ég er núna til að byrja með aðeins á hliðarlínunni, læri af Heimi [Gunnlaugssyni], sé hvernig hann vinnur hlutina og að komast í samskipti við þá sem hann á í samskiptum við. Þetta er mjög skemmtilegt starf og ég hlakka til að vera meira inn í þessum málum."

Kári segir ekkert því til fyrirstöðu að þeir Davíð og Karl spili sitthvora stöðuna. „Við erum með fjóra bakverði núna en maður veit aldrei hvað gerist í leikmannamálum. Það er verið að sniffa í kringum okkar leikmenn, erlendis frá, og við verðum að reikna með því að leikmenn gætu farið. Þetta er 40 leikja tímabil, það má ekki gleyma því að það lengist töluvert. Við þurfum stóran hóp og því meiri gæði því betra."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Davíð bað um að fara: Heima er best
Athugasemdir
banner
banner