
Það er markalaust í viðureign Argentínu og Mexíkó í hálfleik en mexíkóska liðið hefur mætt því argentíska af miklum krafti í leiknum.
Arnar Gunnlaugsson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu um fyrri hálfleikinn hjá Rúv.
„Þú skynjar mikivægi leksins. Mexikanar byrjuðu mjög vel, þeir voru að fara í stríð. Við töluðum um mögulegt of hátt spennustig hjá Argentínu en það var of lágt, þeir voru ekkert tilfinningalega tengdir leiknum og eftir korter vöknuðu þeir upp eftir vondan draum og hugsuðu að þeir þyrftu að fara taka á þessu svo þeir myndu ekki falla úr leik," sagði Arnar.
„Maður hefði haldið að þeir hefðu reiknað með Mexíkóunum dýrvitlausum eins og þeir voru, þeir flugu í hverja einustu tæklingu og gáfu Argentínumönnum ekki sekúndu á boltann. Þeir voru að dansa á línunni, hvort þeir voru grófir eða ekki," sagði Margrét en hún telur að liðið gæti slakað á í síðari annars gæti liðið lent manni undir.
Tapi Argentína í kvöld er liðið úr leik á HM.