Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 26. nóvember 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Mikilvægustu menn Palace fóru meiddir af velli - „Meiðsli Doucoure mjög alvarleg“
Cheick Doucoure, leikmaður Crystal Palace á Englandi, gæti verið lengi frá eftir að hann borinn af velli í 2-1 tapi liðsins gegn Luton Town í gær.

Þessi landsliðsmaður Malí er einn af betri varnarsinnuðu miðjumönnum deildarinnar og spilar algert lykilhlutverk í liði Palace.

Snemma í síðari hálfleik meiddist hann illa og var borinn af velli á sjúkrabörum. Stuttu áður meiddist annar lykilmaður, Eberechi Eze.

Eftir leikinn sást Doucoure í sérstökum hlífðarskó og staðfest þá Roy Hodgson, stjóri félagsins, að meiðslin væru alvarleg, en ekki er vitað hvort Eze verði lengi frá.

„Þeir eru tveir af mikilvægustu mönnum liðsins þannig auðvitað eru þetta sláandi fréttir. Meiðsli Cheick Doucoure eru mjög alvarleg, en við vitum hversu alvarlegt þetta er með Eze,“ sagði Hodgson.

Palace er í þrettánda sæti með fimmtán stig og hefur alls ekki efni á að missa þessa menn svona rétt fyrir desember törnina.
Athugasemdir
banner
banner