Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   sun 26. nóvember 2023 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Hoffenheim og Mainz deildu stigunum í fjörugum leik
Marco RIchter skoraði mark Mainz og var nálægt því að skora tvö til viðbótar
Marco RIchter skoraði mark Mainz og var nálægt því að skora tvö til viðbótar
Mynd: EPA
Tveir leikir fóru fram í þýsku deildinni í dag og enduðu báðir með jafntefli.

Hoffenheim og Mainz gerðu 1-1 jafntefli. Marco Richter gerði mark Mainz á 39. mínútu. Edimilson Fernandes átti sturlaða sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir á vinstri vænginn þar sem Richter slapp í gegn og skoraði.

Stoðsendingin í jöfnunarmark Hoffenheim var alls ekki síðri. Pavel Kaderabek kom með stórglæsilega fyrirgjöf frá hægri á Robert Skov, sem tók boltann á lofti og í fjærhornið.

Mainz fékk mörg tækifæri til að klára leikinn. Aymen Barkok fékk besta færið. Mainz fékk vítaspyrnu en Oliver Baumann varði vítaspyrnu Barkok.

Richter fékk þá tvær aukaspyrnur undir lokin en báðar höfnuðu í þverslá. Ótrúleg óheppni og alveg óhætt að segja að Hoffenheim hafi sloppið með skrekkinn.

Heidenheim og Bochum gerðu þá markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins.

Hoffenheim er í 6. sæti með 20 stig, Heidenheim í 13. sæti með 11 stig, Bochum í 14. sæti með 10 stig og Mainz í 16. sæti með 8 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Hoffenheim 1 - 1 Mainz
0-1 Marco Richter ('39 )
1-1 Robert Skov ('48 )
1-1 Aymen Barkok ('68 , Misnotað víti)

Heidenheim 0 - 0 Bochum
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir