mán 27. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Styttist í McTominay - Byrjaður að labba
Mynd: Getty Images
Scott McTominay, ungur miðjumaður Manchester United, hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan um jólin.

Hann hefur verið á fullu í endurhæfingu og er núna byrjaður að labba án spelku, einum mánuði eftir meiðslin.

Búist er við að hann komi aftur til baka eftir annan mánuð, vonandi í tæka tíð fyrir leikina gegn Club Brugge í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

„Scott er að koma til baka, Paul (Pogba) er að æfa og Jesse (Lingard) er að nálgast sitt besta form. Þetta er eins og að kaupa þrjá nýja leikmenn," sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í kaup Rauðu djöflanna í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner