Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 27. janúar 2022 10:29
Elvar Geir Magnússon
James Dale frá Ólafsvík í Vogana (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum hefur bætt við sig leikmanni fyrir átökin í Lengjudeildinni á komandi sumri. Þróttarar komust upp úr 2. deildinni með glæsibrag í fyrra.

Enski miðjumaðurinn James Dale er kominn til félagsins frá Víkingi Ólafsvík en liðin höfðu deildaskipti á síðasta tímabili.

Dale er 28 ára enskur miðjumaður sem er uppalinn hjá Reading og Bristol Rovers. Hann gekk til liðs við Forfar Athletic FC í Skotlandi 2013 og spilaði þar í tvö ár.

Hann lék 65 leiki í Scottish League One (Skoska C-deildin). Hann skipti í Brechin City 2015 og lék 80 leiki í Scottish League One og Scottish Championship (skoska C og B deildin). James kom fyrst til Íslands um mitt sumar 2018 og kláraði tímabilið með Njarðvík áður en hann gekk til liðs við Víkinga.

James mun koma til landsins 1. mars.
Athugasemdir