Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kom mikið á óvart þegar Máni fór í FH - „Fer ekki á hnén fyrir neinn"
Mynd: FH
Máni Austmann gekk til liðs við FH frá Leikni á dögunum. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis segir að það hafi komið honum á óvart að Máni skyldi yfirgefa félagið.

„Já það kom mér á óvart. Við héldum að Máni myndi vera með okkur, hann var með samningstilboð frá okkur sem við héldum að hann væri að fara samþykkja. Svo kom hitt upp mjög snögglega, það er bar eins og það er, hann stökk á þetta tækifæri að fara í FH og við þurfum að díla við það."

Hann segist ekki neyða neinn til að spila fyrir félagið og segist ánægður fyrir hans hönd.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd. Ég er með þá reglu að ég fer ekki á hnén fyrir neinn að byðja um að spila fyrir Leikni. Hann vildi stökkva á þetta tækifæri og þá gerir hann það bara og ég óska honum góðs gengis þar."

Sigurður var til viðtals við Fótbolta.net á dögunum þar sem hann ræddi komu tveggja nýrra leikmanna. Leiknir sem voru nýliðar í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð enduðu í 8. sæti.
Siggi býst við miklu: Horft á rosalega mikið af leikjum í Betri-deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner