Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. janúar 2023 11:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton búið að hafna tilboðinu frá Arsenal
Caicedo í leik með Brighton.
Caicedo í leik með Brighton.
Mynd: EPA
Brighton er búið að hafna 60 milljón punda tilboði frá Arsenal í miðjumanninn Moises Caicedo.

Þetta kemur fram hjá The Athletic.

Fabrizio Romano sagði frá því fyrir stuttu að Arsenal hefði lagt fram þetta stóra tilboð í leikmanninn en Brighton er núna búið að svara tilboðinu.

Afstaða Brighton er sú að Caicedo er ekki til sölu í þessum mánuði og sú afstaða mun ekki breytast að sögn The Athletic.

Arsenal vonast til að bæta við miðjumanni áður en glugginn lokar og það verður áhugavert að sjá hvort félagið geri nýtt tilboð í Caicedo til að freista Brighton.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner