Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 27. janúar 2023 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea nær samkomulagi um kaupverð fyrir Gusto

Sky Sports greinir frá því að Chelsea sé búið að ná samkomulagi við Lyon um kaupverð fyrir bakvörðinn unga Malo Gusto.


Lyon ætlaði ekki að selja Gusto í janúar. Forseti félagsins sagði það í viðtali í gær og tók Laurent Blanc aðalþjálfari undir orð hans í dag. 

Chelsea greiðir 30 milljónir evra fyrir Gusto, sem er 19 ára gamall og leikur fyrir U21 landslið Frakka. Hann vann sér inn sæti í byrjunarliði Lyon á síðustu leiktíð og verður áhugavert að fylgjast með honum í enska boltanum.

Gusto gengur þó ekki strax í raðir Chelsea því Lyon heldur honum á lánssamningi út tímabilið. 


Athugasemdir
banner