Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lárus Grétarsson snýr aftur og stýrir Úlfunum í sumar (Staðfest)
Lárus Rúnar Grétarsson.
Lárus Rúnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru að berast áhugaverð tíðindi því Lárus Rúnar Grétarsson, Lalli Gré, er mættur aftur til starfa hjá Úlfunum - venslafélagi Fram.

Lárus snýr aftur eftir eins árs fjarveru. Hann var þjálfari liðsins tímabilið 2021 en var ekki með liðið í fyrra. Þá var Haukur Hilmarsson þjálfari liðsins.

Úlfarnir verða í A-riðli 5. deildar í sumar.

Lárus sem er mörgum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum kunnugur og hefur þjálfað nær sleitulaust í tæplega fjóra áratugi.

Úlfarnir eru í samstarfi við Fram og er því vettvangur fyrir uppaldna Framara að halda sambandi við sinn klúbb og til þess að koma ungum upprennandi leikmönnum inn í meistarflokksstarf félagsins. Leikir Úlfanna verða spilaðir á Framvellinum í Úlfarsárdal í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner