Genoa 2 - 0 Monza
0-0 Andrea Pinamonti ('31 , Misnotað víti)
1-0 Koni De Winter ('61 )
2-0 Johan Vasquez ('84 )
0-0 Andrea Pinamonti ('31 , Misnotað víti)
1-0 Koni De Winter ('61 )
2-0 Johan Vasquez ('84 )
Genoa tók á móti botnliði Monza í fallbaráttu ítölsku deildarinnar og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleik.
Heimamenn í liði Genoa voru sterkari aðilinn og fengu langbesta færið þegar Andrea Pinamonti steig á vítapunktinn en brenndi af.
Genoa var áfram betra liðið í síðari hálfleik og tókst að sigra leikinn með mörkum frá miðvörðunum sínum, þeim Koni De Winter og Johan Vasquez.
De Winter skoraði fyrra markið með skalla eftir hornspyrnu og lagði Maxwel Cornet, sem er nýlega kominn til Genoa á láni frá West Ham, seinna markið upp með góðri fyrirgjöf fyrir Vasquez.
Genoa fer upp í 26 stig með þessum sigri og er sex stigum frá fallsvæðinu. Monza er áfram með 13 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
Patrick Vieira er við stjórnvölinn hjá Genoa eftir að hafa tekið við félaginu í landsleikjahlénu í nóvember, eftir að Alberto Gilardino var óvænt rekinn. Liðið hefur náð í 16 stig úr 10 leikjum undir stjórn Vieira.
Athugasemdir