Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. febrúar 2020 18:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Man Utd og Arsenal: Spennandi framlína Arsenal - Ighalo byrjar
Mynd: Getty Images
Klukkan 20:00 hefjast sjö leikir í Evrópudeildinni. Um er að ræða seinni viðureignina í 32-liða úrslitunum.

Tveir leikir eru í beinni útsendingu en þar mætast annars vegar Manhcester United og Club Brugge og hins vegar Arsenal og Olympiakos. Jafnt er á með liðunum sem mætast á Old Trafford eftir fyrri leikinn en Arsenal leiðir eftir mark frá Alexandre Lacazette í Grikklandi.

Þá mætir FC Kaupmannahöfn liði Celtic í Skotlandi þar sem staðan er 1-1 eftir fyrri leikinn. Ragnar Sigurðsson er í byrjunarliðinu hjá FCK líkt og í fyrri leiknum.

Arsenal teflir fram sterku byrjunarliði; Nicolas Pepe, Mesut Özil, Pierre-Emerick Aubameyang og Lacazette byrja allir saman fremstir. Hjá Manchester United er Odion Ighalo í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og þá byrjar Scott McTominay í fyrsta sinn eftir meiðsli. Anthony Martial er ekki í hópnum hjá United að þessu sinni.

Byrjunarlið Arsenal: Leno; Bellerín, Mustafi, David Luiz, Saka; Xhaka, Ceballos; Pepe, Özil, Aubameyang; Lacazette.

(Varamenn: Martinez, Sokratis, Maitland-Niles, Torreira, Willock, Guendouzi, Martinelli)

Byrjunarlið Manchester United: Romero, Wan-Bissaka, Maguire, Bailly, Shaw Fred, McTominay, Fernandes, James, Mata, Ighalo.

(Varamenn: De Gea, Lindelof, Lingard, Greenwood, Matic, Chong, Williams)

Leikir kvöldsins:
20:00 Istanbul Basaksehir - Sporting
20:00 Ajax - Getafe
20:00 Celtic - FC Kobenhavn
20:00 Sevilla - Cluj
20:00 Man Utd - Club Brugge
20:00 Inter - Ludogorets
20:00 Benfica - Shakhtar D
20:00 Arsenal - Olympiakos
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner