Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, viðurkennir að honum er nokkuð sama um framtíð Marco Asensio.
Asensio er 27 ára gamall kantmaður sem rennur út á samningi í sumar. Hann á 266 leiki að baki fyrir félagið og er búinn að skora þrjú mörk í síðustu fimm deildarleikjum.
„Hann lítur vel út. Hann hefur verið að fá spiltíma og nýtt hann vel, en ég veit ekki hvort hann ætli að vera áfram hérna eða ekki. Kannski verður hann áfram, kannski ekki, það skiptir mig ekki miklu máli," sagði Ancelotti ískaldur. „Það mikilvægasta er að hann geri sitt besta og hjálpi liðinu að vinna leiki eins og hann hefur gert í gegnum tíðina.
„Við ætlum að klára tímabilið fyrst og huga svo að samningsmálum."
Athugasemdir