Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 11:16
Elvar Geir Magnússon
Emil Berger til HB í Færeyjum (Staðfest)
Emil Berger í leik með Leikni.
Emil Berger í leik með Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HB í Þórshöfn í Færeyjum hefur samið við sænska miðjumanninn Emil Berger sem lék með Leikni í Breiðholti síðustu tvö tímabil.

Berger sem er 31 árs var einn besti leikmaður Leiknismanna en hann býr yfir mikilli reynslu og lék á sínum tíma 25 leiki í efstu deild Svíþjóðar.

Heimir Guðjónsson þjálfaði HB fyrir nokkrum árum en liðið hafnaði í þriðja sæti færeysku deildarinnar í fyrra.

„Ég vil senda stórar þakkir til þjálfarana, liðsfélagana og fólksins í kringum félagið. Ekki síst til stuðningsmannana sem studdu mig gegnum tímabilin. Ég upplifði mig velkominn frá fyrsta degi. Þetta voru frábær tvö ár í Leikni sem hafa gefið mér heilmikið, bæði sem leikmaður og sem persóna. Ég mun sakna ykkar allra. Takk aftur fyrir allt saman. Ég er þess fullviss að Leiknir muni rata í efstu deild aftur áður en á löngu líður," sagði Berger við heimasíðu Leiknis þegar tilkynnt var í desember að hann væri búinn að yfirgefa félagið.
Athugasemdir