Daily Mail segir að Graham Potter, stjóri Chelsea, óttist að fjölmennð á æfingasvæði liðsins dragi úr gæðum æfinganna. Aðalliðshópur Chelsea er nú skipaður 31 leikmanni eftir rosalegan janúarglugga þar sem átta nýir leikmenn voru keyptir.
Eini leikmaðurinn sem fór í janúar var Jorginho, sem gekk í raðir Arsenal.
Potter hefur áður sagt að það sé áskorun að halda öllum ánægðum því flestir leikmenn vilji jú spila. Hópurinn er nú orðinn stærri og talið er að það dragi úr því sem æfingarnar skili.
Potter hefur þurft að aðlagast því að vera með svona stóran æfingahóp svo allir leikmenn taki virkan þátt.
Chelsea tapaði gegn Tottenham í gær og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Þrátt fyrir svakaleg leikmannakaup hefur gengið illa, liðið er í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar og staða Potter í umræðunni.
Athugasemdir