Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 12:24
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms skoraði beint úr aukaspyrnu í Jamaíku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, þjálfar nú landslið Jamaíku og um helgina tók hann þátt í góðgerðarleik.

Hans lið reið ekki feitum hesti frá leiknum og tapaði 9-1. En Heimir skoraði eina mark síns liðs beint úr aukaspyrnu og má sjá þennan þrumufleyg hans hér að neðan.

Heimir tók við stjórnartaumunum hjá Jamaíku í fyrra og fær það verkefni að koma liðinu á HM 2026.

Í komandi mánuði er Jamaíka að fara að mæta Trínidad og Tóbagó í tveimur vináttulandsleikjum og leika gegn Mexíkó í Concacaf Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner