Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ihattaren sleppt úr varðhaldi - Mættur aftur til æfinga
Mynd: EPA

Vandræðagemsinn Mohamed Ihattaren er byrjaður að æfa aftur með Juventus eftir að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi lögreglunnar í Amsterdam.


Ihattaren, sem er fæddur 2002, er sóknarsinnaður miðjumaður á mála hjá Juventus sem hefur þó aldrei komið við sögu með aðalliði félagsins.

Ihattaren á leiki að baki fyrir PSV Eindhoven og Ajax en hann var lykilmaður upp yngri landslið Hollands fyrir nokkrum árum. Meiðsli og djamm hafa sett strik í reikninginn hjá leikmanninum, sem var svo handtekinn í Amsterdam fyrir meinta líkamsárás gegn kærustu sinni.

„Það sem skilgreinir okkur er hversu sterkir við komum til baka eftir bakslag," segir Ihattaren í færslu á Instagram og birtir hvatningarmyndband af sjálfum sér því til fylgdar.

Ihattaren á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Juventus en hefur ekki spilað fótbolta á háu stigi síðan hann var leikmaður PSV Eindhoven tímabilið 2020-21.


Athugasemdir
banner
banner