Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lazio og Fiorentina unnu fallbaráttuliðin
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Lazio og Fiorentina mættu til leiks gegn fallbaráttuliðum Sampdoria og Verona í leikjum kvöldsins í ítalska boltanum.


Luis Alberto gerði eina mark leiksins er Lazio lagði Sampdoria að velli og kom sér þannig upp í fjórða sæti ítölsku deildarinnar.

Sigurinn var verðskuldaður gegn bitlausum gestum sem sitja eftir í næstneðsta sæti með 11 stig eftir 24 umferðir.

Fiorentina lenti þá ekki í erfiðleikum á útivelli gegn Verona. Antonin Barak og Arthur Cabral skoruðu í fyrri hálfleik og innsiglaði Cristiano Biraghi sigurinn með stórkostlegri aukaspyrnu úr miðjuboganum á eigin vallarhelmingi.

Heimamenn í Verona fengu nokkur dauðafæri sem fóru forgörðum og tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Fiorentina siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Verona er í fallsæti með 17 stig, þremur stigum eftir Spezia sem er í öruggu sæti.

Lazio 1 - 0 Sampdoria
1-0 Luis Alberto ('80)

Verona 0 - 3 Fiorentina
0-1 Antonin Barak ('12)
0-2 Arthur Cabral ('38)
0-3 Cristiano Biraghi ('89)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner
banner