Annað kvöld mætir Manchester City liði Bristol City í 16-liða úrslitum FA-bikarsins. Bristol er í Championship-deildinni.
Á fréttamannafundi í dag var Pep Guardiola spurður að því hvort Kalvin Phillips, sem kom frá Leeds síðasta sumar, myndi byrja leikinn. Guardiola byrjaði svar sitt á því að tala um hversu góður Rodri hefur verið.
Phillips hefur aðeins byrjað einn leik síðan hann gekk í raðir City.
Á fréttamannafundi í dag var Pep Guardiola spurður að því hvort Kalvin Phillips, sem kom frá Leeds síðasta sumar, myndi byrja leikinn. Guardiola byrjaði svar sitt á því að tala um hversu góður Rodri hefur verið.
Phillips hefur aðeins byrjað einn leik síðan hann gekk í raðir City.
„Rodri er svo mikilvægur fyrir okkur og að spila virkilega vel. Kalvin er í aðlögunarferli, hann þarf meiri aðlögunartíma til að læra á taktinn okkar," segir Guardiola.
„Það var mikilvægt fyrir hann að fá mínúturnar sem hann fékk gegn Bournemouh. Við sjáum til hvort hann byrji á morgun en við þurfum á kröftum hans að halda. Það eru margir leikmenn eftir en Rodri er okkur mjög mikilvægur núna."
Þrátt fyrir að City hafi hikstað aðeins að undanförnu segist Guardiola ekki hafa neitt út á frammistöðu liðsins að setja.
„Ég er ánægður með spilamennskuna, baráttuandann og andrúmsloftið í klefanum er framúrskarandi. Ég hef yfir engu að kvarta. Sum úrslit hefðu mátt vera betri en svona gerist í fótbolta."
„Bristol City hefur spilað tólf leiki án þess að tapa og það segir mér mikið. Skátarnir segja mér að þetta sé gott lið og þeir hafa reynslumikinn stjóra (Nigel Pearson). Þetta er mikilvægur leikur í mikilvægri keppni. Það er alltaf erfitt að mæta Championship-liðum í FA-bikarnum, sérstaklega á útivöllum," segir Guardiola.
Hann segist vita meira um stöðuna á varnarmönnunum John Stones og Aymeric Laporte eftir æfingu í dag. Kevin de Bruyne er að jafna sig eftir veikindi og er ekki búinn að ná sér að fullu en er orðinn miklu betri.
Athugasemdir