Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 27. febrúar 2023 10:50
Ívan Guðjón Baldursson
Kveiktu í Balotelli treyju
Mynd: Samsett
Mynd: Getty Images
Reiðir stuðningsmenn svissneska liðsins Sion kveiktu í Mario Balotelli treyju í tapleik gegn San Gallo í gær. Margir stuðningsmenn eru komnir með upp í kok af hinum 32 ára Balotelli.

Stuðningsmenn Sion eru pirraðir á letinni í Balotelli sem er ekki mikið að nenna að vinna fyrir liðið. Hann hefur skorað fimm mörk í tólf leikjum.

Sion tapaði 4-0 og er markatölunni frá botnsætinu.

Balotelli, sem er fyrrum leikmaður Manchester City og Liverpool, var tekinn af velli í gær og fékk að heyra það frá stúkunni þegar hann gekk af velli. Sýndir voru borðar með ýmsum skilaboðum. „Þú annað hvort svitnar fyrir treyjuna eða ferð héðan burt," stóð á stærsta borðanum.

Balotelli þótti á sínum tíma efnilegasti fótboltamaður Ítalíu og víðar en ýmis vandræði utan vallar settu strik í reikninginn og eyðilögðu það sem hefði getað verið stórkostlegur atvinnumannaferill.

Baloltelli var búinn að vera lykilmaður hjá Inter, Manchester City, AC Milan og ítalska landsliðinu fyrir 25 ára afmælisdaginn en eftir það átti hann erfitt uppdráttar. Honum mistókst að láta ljós sitt skína á ný fyrr en hann fór í franska boltann og gerði fína hluti þar. Markaskorunin var góð en metnaðarleysið gerði vart um sig alltof oft og var Balotelli langt frá því að vera í uppáhaldi meðal stuðningsmanna þeirra liða sem hann lék fyrir. Hann þykir of latur leikmaður.

Hann stoppaði aftur á Ítalíu, til að spila með uppeldisfélaginu Brescia, og gekk svo til liðs við Birki Bjarnason og félaga í Adana Demirspor í tyrkneska boltanum áður en hann skipti yfir til Sion í Sviss, þar sem hann leikur núna.

Balotelli skoraði í fjórum leikjum í röð hjá Sion en nú hafa stuðningsmenn snúist gegn honum og sendu skýr skilaboð til hans í 0-4 tapi á heimavelli gegn St. Gallen um helgina.

Sion hefur ekki unnið deildarleik síðan í október. Stuðningsmenn kenna Balotelli að stórum hluta um slæmt gengi og sauð uppúr um helgina þegar Ítalinn bar fyrirliðaband félagsins gegn St. Gallen.
Athugasemdir
banner
banner