Japaninn Kyogo Furuhashi skoraði bæði mörk Celtic sem vann erkifjendur sína í Rangers 2-1 í úrslitaleik skoska deildabikarsins í gær. Furuhashi hefur alls skorað 24 mörk á tímabilinu.
Hann skoraði einnig tvennu í úrslitaleik deildabikarsins fyrir ári síðan. Þetta var í sjöunda sinn á níu árum sem Celtic lyftir deildabikarnum en liðið er auk þess með níu stiga forystu í deildinni.
Hann skoraði einnig tvennu í úrslitaleik deildabikarsins fyrir ári síðan. Þetta var í sjöunda sinn á níu árum sem Celtic lyftir deildabikarnum en liðið er auk þess með níu stiga forystu í deildinni.
Rangers hefur ekki unnið deildabikarinn síðan 2011. Alfredo Morelos minnkaði muninn í leiknum í gær en lengra komust þeir bláu ekki.
Ange Postecoglou, stjóri Celtic, segir að hann muni aldrei gleyma þessum degi. Hann setur stefnuna á að vinna skosku þrennuna með liðinu sem er komið í 8-liða úrslit í skoska bikarnum auk þess að vera búið að stinga af í deildinni.
Athugasemdir