Þýska félagið RB Leipzig hefur gengið frá kaupum á austurríska miðjumanninum Nicolas Seiwald en hann kemur til félagsins frá Red Bull Salzburg.
Seiwald er 21 árs gamall og kemur úr unglingastarfi Salzburg en hann hefur spilað 30 leiki með liðinu á þessari leiktíð og komið að fjórum mörkum.
Það er þó ekki beint hans hlutverk að koma að mörkum en hann er orkumikill varnarsinnaður miðjumaður.
Hann mun ganga í raðir RB Leipzig eftir þetta tímabil og er kaupverðið talið nema um 20 milljónum evra. Samningurinn gildir til ársins 2028.
Seiwald á 10 landsleiki að baki fyrir Austurríki, þar af níu í byrjunarliði.
Welcome to Leipzig, Nicolas Seiwald! ?????
— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) February 26, 2023
The 21-year-old will join RBL on a five-year deal from @FCRBS_en ahead of the 2023/24 season ??
Athugasemdir