
Valur 0 - 2 Þróttur R.
0-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('37)
0-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('84)
Valur tók á móti Þrótti R. í 2. umferð Lengjubikars kvenna og úr varð hörkuleikur þar sem Freyja Karín Þorvarðardóttir gerði gæfumuninn.
Freyja Karín kom gestunum úr Laugardal yfir í fyrri hálfleik og reyndu heimakonur í Val að jafna en áttu í erfiðleikum með að brjóta skipulagða vörn Þróttara á bak aftur.
Freyja innsiglaði sigur Þróttar á lokakafla leiksins þegar hún skoraði eftir vel útfærða skyndisókn. Katla Tryggvadóttir gerði afar vel að leggja markið upp.
Þróttur er með sex stig eftir tvær umferðir á meðan Valur var að spila sinn fyrsta leik og er því án stiga.
Athugasemdir