Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski ekki með gegn Real Madrid
Meiðsli eru að setja strik í reikning Barcelona.
Meiðsli eru að setja strik í reikning Barcelona.
Mynd: EPA
Relevo greinir frá því að Robert Lewandowski hafi orðið fyrir vöðvameiðslum í óvæntu tapi Barcelona gegn Almeria í gær. Pólski markahrókurinn missi af þeim sökum af leik gegn Real Madrid á fimmtudaginn.

Real Madrid tekur á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í spænska bikarnum, Konungsbikarnum fræga.

Lewandowski fer í frekari skoðun í dag en búist er við því að hann verði frá næstu tvær vikurnar.

Hann missir þá einnig af deildarleikjum gegn Valencia og Athletic Bilbao. Hann ætti að vera klár í seinni leikinn gegn Real Madrid þann 19. mars.

Meiðsli eru að gera Börsungum grikk um þessar mundi, lykilmaðurinn ungi Pedri hefur misst af síðustu leikjum og er ekki búist við honum til baka fyrr en seint í mars. Þá er Ousmane Dembele einnig meiddur.

Barcelona er með sjö stiga forystu í La Liga en það eru krefjandi leikir framundan fyrir Xavi Hernandez og hans menn.
Athugasemdir
banner
banner