Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 27. febrúar 2023 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Messi fær hæstu einstaklingsverðlaun FIFA í annað sinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Lionel Messi hefur verið valinn sem besti fótboltamaður heims. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á verðlaunaafhendingu FIFA í Frakklandi.


Hinn 35 ára gamli Messi, sem leikur með PSG í franska boltanum, leiddi Argentínu til sigurs á HM í vetur.

Þetta er í annað sinn sem Messi hlýtur þessi verðlaun og jafnar þar með Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski sem hafa einnig unnið til verðlaunanna í tvígang. Messi hefur þrisvar sinnum endað í öðru sæti í kjörinu.

Frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Karim Benzema komu einnig til greina í ár en Messi hreppti verðlaunin að lokum.

„Þetta var stórkostlegt ár og það er mikill heiður fyrir mig að mæta hingað í kvöld til að samþykkja þessi verðlaun. Ég væri ekki hér án liðsfélaganna," sagði Messi við afhendinguna.

„Ég upplifði drauminn sem mig hafði dreymt í svo langan tíma. Það eru ekki margir sem fá að vinna þessa keppni og ég er heppinn að vera í þeim flokki."

Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. 


Athugasemdir
banner
banner
banner