Argentínski leikmaðurinn Lionel Messi skoraði 700. mark sitt með félagsliði á ferlinum er hann gerði annað mark Paris Saint-Germain í 3-0 sigrinum á Marseille í frönsku deildinni í gær.
Messi, sem er 35 ára gamall, skoraði 672 mörk fyrir Barcelona á tíma sínum þar og er nú kominn með 28 mörk fyrir PSG.
Markið skoraði hann á 29. mínútu eftir sendingu frá Kylian Mbappe en það var 700. mark hans fyrir félagslið í aðeins 840 leikjum.
Hann er því kominn í hóp með Cristiano Ronaldo, sem fagnaði þessum áfanga með Manchester United, fyrr á þessu tímabili.
Messi reached 700 career club goals earlier today against Marseille ????
— FOX Soccer (@FOXSoccer) February 26, 2023
Which goal was the most memorable for you? ???? pic.twitter.com/5grzxAELWI
Athugasemdir