Fulham hefur verið að gera virkilega flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í sjötta sæti.
Síðasta föstudag gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Úlfunum en það var án serbneska sóknarmannsins Aleksandar Mitrovic sem hefur verið að glíma við meiðsli.
Á morgun leikur liðið gegn Leeds í 16-liða úrslitum enska bikarsins.
Síðasta föstudag gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Úlfunum en það var án serbneska sóknarmannsins Aleksandar Mitrovic sem hefur verið að glíma við meiðsli.
Á morgun leikur liðið gegn Leeds í 16-liða úrslitum enska bikarsins.
„Hann verður klár í leikinn á morgun. Hann er virkilega mikilvægur leikmaður en við erum miklu meira en bara einn maður," segir Marco Silva, stjóri Fulham.
Ísraelski sóknarmaðurinn Manor Solomon hefur skorað í þremur síðustu leikjum Fulham, í öllum tilfellum eftir að hafa komið inn sem varamaður.
„Hann er hæfileikaríkur leikmaður. 2022 var erfitt ár fyrir hann og hann lenti í erfiðum meiðslum. Hann er að njóta sín núna og á það skilið."
Athugasemdir