Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 27. febrúar 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Negreira ber Alzheimer fyrir sig
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, kallaði eftir því að Joan Laporta, forseti Barcelona, segði af sér vegna mútuskandalsins.
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, kallaði eftir því að Joan Laporta, forseti Barcelona, segði af sér vegna mútuskandalsins.
Mynd: EPA

Á Spáni hefur verið mikið rætt og ritað um mögulegan mútuskandal eftir að faldar greiðslur frá Barcelona til Enriquez Negreira fundust.


Negreira var á sínum tíma dómari og varaforseti spænska dómarasambandsins en honum bárust greiðslur frá Barcelona upp á fleiri milljónir evra, sem Barcelona hefur útskýrt sem 'ráðgjafagreiðslur'.

Málið er nú til rannsóknar á Spáni en Negreira sjálfur, sem er 77 ára gamall, mun ekki hjálpa til við rannsóknina. Hann greindist með Alzheimer á byrjunarstigi fyrir fimm árum síðan og segist ekki muna nógu skýrt til að geta gefið marktæk svör.

Þetta er afar hentugt fyrir Negreira sem gæti þó enn endað í fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að þiggja mútur frá Barcelona.

Sjá einnig:
Barcelona sakað um stórfelldar mútur
Tebas: Laporta ætti að segja af sér
Laporta: Tebas er í stríði gegn Barca


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner